Útvarpsviðtal um framboð mitt til Stjórnlagaþings

Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins núna?

Ég er ítali og kom til Íslands fyrst árið 1996. Sem sagnfræðingur ég þekki mjög vel ítölsku stjórnarskrána og mig langar að segja ykkur aðeins frá henni til að útskýra af hverju það þarf að breyta stjórnarskrá Íslands núna.

Ítalska stjórnarskráin var skrifuð á mjög erfiðum tíma, seinni heimsstyrjöldinni var nýlokið og Ítalía var í rúst. Ítalska stjórnarskráin þar til þá, var gamalt konungsríkisplagg sem veitti mjög lítið rými fyrir grunngildi og var sem sagt hannað sem „top-down" skipun gagnvart þjóðinni

En hin nýja ítalska stjórnarskrá var samþykkt árið 1947 og var hugsuð frá upphafi sem stjórnarskrá þjóðarinnar. Fyrsti grein er um fullveldi þjóðarinnar, fyrsti kafli um grunngildi, réttindi og skyldur þegnanna; svo koma kaflar um hvernig fullveldi þjóðarinnar er stjórnað af ríkisvaldinu sem á að vinna alltaf í þágu almennings. Ítalir um þessar mundir eru að þakka fyrir sína góðu nýju stjórnarskrá því hún kemur í veg fyrir að Berlusconi breytist í nýjan Mussolini, og að Mafían geri Ítalíu gjaldþrota.

Þið getið léttilega séð líkindi milli ítalsks og íslensks ástands þegar skoðað er t.d. þrýstingur efnahagsvalds og klíkuvalds á stjórnmál og áhrif stjórnmálanna á fjölmiðla.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þarf að breytast og styrkjast til að koma í veg fyrir að það sem gerst hefur undarfarinn áratug endurtaki sig.

 

Hverju helst?

Til dæmis með því að stuðla betur að verndun grunngilda og réttlætis, auka samfélagslega ábyrgð stjórnmálamanna, fyrirtækja og almennings, að takmarka vald ráðherra sem í dag hafa t.d. of mikil áhrif á dómsvald, að veita forseta Íslands aðalhlutverk í að verja betur stjórnarskrá og hann getur gert þetta með hjálp stjórnlagadómstóls.

Ísland þarf nýja stjórnarskrá sem ver betur hagsmuni þjóðarinnar með því að láta meiri hagnað auðlindanna renna til almennings en ekki bara til kvótaeiganda eða stóriðju (í dag hafa aðallega skuldir orkufyrirtækja runnið til almennings).

Og í sambandi við þetta, stjórnarskráin á að verja líka hagsmuni komandi kynslóða með því að krefjast þess að hagkerfi þróist á sjálfbæran hátt með sjálfbærri nýtingu auðlinda, því að ég tel að Ísland geti þróast án þess að eyðileggja og spilla þessari frábæru náttúru sem við erum svo heppin að eiga.

Ný stjórnarskrá Íslands þarf að gera grein fyrir nýjum stofnunum eins og sjálfstæðri Þjóðhagstofnun sem mun hjálpa Alþingi og ríkistjórn að hanna og framkvæma nýja stefnu, ekki með því að nota landsframleiðslu sem mælikvarða fyrir raunþróun samfélagsins, heldur með því að krefjast þess að búnir séu til lífsgæða- og velferðarvísar til að meta og efla lífsgæði Íslendinga.

Og ég gæti haldið áfram að telja hversu mikilvægt sé að endurskoða íslenska stjórnarskrá, t.d. til að auka beint lýðræði með því að láta þjóðina kalla á þjóðartkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eða til að afnema lög; t.d með að aðskilja kirkja og ríki; t.d. með að verja betur réttindi barna, öryrkja, eldri borgara og fatlaðra; t.d. til að auka siðgæði í stjórnmálum og í samfélaginu öllu og bæta stjórnskipunina þannig að hún þjóni betur samfélagi okkar.

Af hverju gefur þú kost á þér?

Ég gef kost á mér því að ég get komið með mína reynslu og því að ég vil vera virkur þátttakandi í samfélagi Íslands sem hefur tekið mjög vel á móti mér.

Ég hef engar áhyggjur af því að mismunandi hugsjónir muni koma inn í stjórnlagaþingið, þvert á móti, ég tel að það sé lykilatriði til að skapa bestu hugsanlegu stjórnarskána, svo lengi sem allir stjórnlagaþingmenn séu sammála um að vinna saman til að skapa hana í þágu þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband